Logosafn.is

Logosafn.is er safn allra helstu vöru- og fyrirtækjamerkja sem eru í notkun í dag

Loksins logosafn

Markmið safnsins er að safna saman öllum helstu vörumerkjum landsins til að...
           ... einfalda lífið

           ... safna saman fróðleik og mikilvægum gögnum
           og síðast en ekki síst, spara tíma.

Með því að skrá logoið þitt inn á þennan vef verður það aðgengilegt öllum þeim sem á þurfa að halda á hvaða tíma sem er í öllum þeim sniðum sem það er notað. Einnig færð tengiliður logosins tölvupóst, með upplýsingum um þann sem sækir og hvar á að nota logoið í hvert skipti sem merkið er sótt á logosafnið.

Eigandi merkis getur þá jafnframt fylgst með því hverjir nota merkið og í hvaða tilgangi. Ef merki breytist er hægt að senda hina nýju útgáfu til safnsins og jafnframt tölvupóst á alla þá sem nálgast hafa merkið, til að láta vita um breytingarnar. Með þessu einföldum við starf þeirra sem þurfa að nota merki til birtingar á hinum ýmsu stöðum. Vinna við það að finna rétt merki á réttu formi í hvert skipti sem það á að nota í auglýsingu, prentun eða hvar sem er getur verið gríðarlega tímafrek og kostnaðarsöm fyrir fyrirtæki en Logosafnið mun einfaldlega leysa það mál.

Til að tryggja að alltaf séu notaðar nýjustu útgáfur af logoum er mælt er með að þau séu sótt á Logosafnið í hvert skipti sem þau eru notuð. Með því móti gefst tengiliðum líka möguleiki á að fylgjast vel með notkun þeirra.

                   

Hér fyrir ofan má sjá nokkur þeirra merkja sem eru á safninu, en til að niðurhala réttum útgáfum er hægt að smella á merkið og svo velja þá útgáfu sem hentar. 
ATH! Það kostar ekkert að sækja merki á safnið.Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Skrá inn