Logosafn.is

Logosafn.is er safn allra helstu vöru- og fyrirtækjamerkja sem eru í notkun í dag

fróðleikur

Ein mesta áskorun fyrir hönnuði er að finna út hvernig hægt er að skapa vörumerkiseinkenni sem ná til síbreytilegra neytenda, og fást jafnframt við þróun tæknilegra þarfa.

Þegar fólk heyrir talað um vörumerki (branding) dettur flestum í hug logo (merki) – en staðreyndin er að vörumerki er svo miklu, miklu meira en bara það.

Það kemur á óvart hve ótrúlega margt fólk sem fer út í viðskipti velur nafn á reksturinn sem minnir það á uppáhalds sumardvalarstaðinn, gæludýr eða eitthvað álíka fáránlegt. Fólk áttar sig oft ekki á því hve mikilvægt nafnið er fyrir reksturinn.

Vörumerki og vörumerkjavitund – sem yfirleitt eru notuð til þýðingar á hinu víðtæka hugtaki branding – eru stöðugt umfjöllunarefni markaðssérfræðinga, hönnuða og annarra sem um þessi mál fjalla.

Logosafnið er ekki aðeins geymsla – heldur líka safn fróðleiks og í þeim anda verða hér birtar reglulega greinar og fróðleikur um þetta viðfangsefni.  Að sjálfsögðu fögnum við einnig gagnmerkum greinum á íslensku um þetta efni.

Ef þú lumar á fróðleiksmolum sem ættu erindi hingað inn þá endilega sendu okkur línu á logosafn@logosafn.is

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Skrá inn