Logosafn.is

Logosafn.is er safn allra helstu vöru- og fyrirtækjamerkja sem eru í notkun í dag

Auðkenni vörumerkis

Auðkenni vörumerkis og þýðing þess fyrir reksturinn
Auðkenni vörumerkis er hin sjónræna birting þess. Það er allt frá merkinu (logo) yfir í nafnspjaldið og bréfhausnum yfir í vefsíðuna.

Raunar inniheldur skilgreiningin á auðkenni vörumerkis líka þetta:
   •    Logo/merki
   •    Bréfsefni
   •    Bæklinga
   •    Pakkningar
   •    Vefsíðu 
   •    Skilti
   •    Einkennisföt
   •    Búninga

Auðkenni vörumerkis þíns fyrirtækis ættu að vera einstök fyrir það. Á sama hátt og merkið (logo), endurspeglar vörumerkið viðskiptaleg markmið þín, vöruna/þjónustuna, sýn og persónueinkenni.
Hér standa hönnuðir frammi fyrir verulegum áskorunum. Á markaði sem mettaður er af auðkennum getur verið erfitt að skapa auðkenni vörumerkis sem ekki aðeins endurspeglar fyrirtækið þitt heldur byggir upp fyrirtækisvitund og auðveldar þér að selja meira af vörum þínum og/eða þjónustu.

Auðkenni vörumerkisins þíns ætti að:
•    Endurspegla persónuleika/gildi fyrirtækisins
•    Vekja upp traust og trúverðugleika
•    Aðgreina rekstur þinn (vöru/þjónustu) frá öðrum
•    Að gera árangursríka og skilvirka markaðssetningu eftir mismunandi leiðum mögulega
•    Auka við gildi fyrirtækisins

Árangursrík auðkenning vörumerkis verður til eftir því sem tíminn líður. Það er því þess virði að endurmeta á tveggja ára fresti hve nákvæmt auðkennið er í raun.
Lausleg þýðing á grein af vefsíðunni www.hotchilli.com

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Skrá inn