Logosafn.is

Logosafn.is er safn allra helstu vöru- og fyrirtækjamerkja sem eru í notkun í dag

Ávinningur

Markmið safnsins er að einfalda þér lífið. Það gerir Logosafnið með því að safna saman öllum helstu vörumerkjum og fyrirtækjamerkjum sem eru í notkun í dag, til hagræðingar og tímasparnaðar fyrir fyrirtæki og alla þá sem þurfa að nálgast merkin á hinum ýmsu formum og í hinum ýmsu útgáfum sem til eru.

Með því að skrá merkið þitt inn á þennan vef verður það aðgengilegt öllum þeim sem á þurfa að halda á hvaða tíma sem er í öllum þeim sniðum sem það er notað.

Eigandi merkis getur þá jafnframt fylgst með því hverjir nota merkið og í hvaða tilgangi. Ef merki breytist er hægt að senda hina nýju útgáfu til safnsins og jafnframt tölvupóst á alla þá sem nálgast hafa merkið, til að láta vita um breytingarnar. Með þessu einföldum við starf þeirra sem þurfa að nota merki til birtingar á hinum ýmsu stöðum. Vinna við það að finna rétt merki á réttu formi í hvert skipti sem það á að nota í auglýsingu, prentun eða hvar sem er getur verið gríðarlega tímafrek og kostnaðarsöm fyrir fyrirtæki en Logosafnið mun einfaldlega leysa það mál.

Jafnframt er tilgangur Logosafnsins að safna merkjum og upplýsingum um hönnuði þeirra og söguna á bak við þau. Grafískir hönnuðir hafa verið frekar ósýnilegir en með tilkomu Logosafnsis getum við bætt úr því. Sögurnar á bak við merkin eru oft mjög áhugaverðar og spennandi en hvergi sýnilegar almenningi. Logosafnið verður vettvangur þess konar fróðleiks ásamt því að hægt er að sýna þróun merkis þegar það á við.

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Skrá inn