Logosafn.is

Logosafn.is er safn allra helstu vöru- og fyrirtækjamerkja sem eru í notkun í dag

Vörumerki (brand)

Hvað er vörumerki?

Of oft hafa markaðssérfræðingar jafnvel ekki svar við þessari spurningu, og of oft hafa þeir sitt „eigið“ svar. Það gerir lífið dálítið ruglingslegt! Við höfum leitað í heimildum og fundið nokkrar af bestu skilgreiningunum.
Í orðabók viðskipta og stjórnunar (Dictionary of Business and Management) er að finna eftirfarandi skilgreiningu á vörumerki:
„Nafn, merki eða tákn notað til að auðkenna atriði eða þjónustu seljanda (seljenda) og til að aðgreina það frá vörum keppinautanna.“
Merki og tákn eru hluti af vörumerki en okkur finnst þetta mjög ófullkomin skilgreining.
Walter Landor, einn af þeim stóru í auglýsingabransanum, sagði:
„Orðað á einfaldan hátt; vörumerki er loforð. Með því að auðkenna og staðfesta vöru eða þjónustu veitir það loforð um að fullnægju og gæði.“
Í bók sinni, Building Strong Brands, stingur David Aaker upp á að vörumerki sé huglægur kassi og skilgreinir eign vörumerkis sem:
„Safn eigna (eða ábyrgða) sem eru tengdar við nafn vörumerkisins og tákn sem bætir við (eða dregur úr) þeim gæðum sem veitt eru með vöru eða þjónustu...“
Þetta er mikilvægt atriði: Vörumerki eru ekki nauðsynlega jákvæð!
Ef við byggjum á þessari hugmynd um andlegan kassa gæti aðeins skáldlegri skilgreining verið:
    „Vörumerki er verðmætasta fasteign í heiminum, staður í hugskoti neytandans.“
Þetta eru allt frábærar skilgreiningar en við trúum að sú besta sé þessi:
    „Vörumerki er safn skynjana í huga neytandans.“
Af hverju er hún best? Í fyrsta lagi er auðvelt að muna hana, sem er alltaf gagnlegt! En hún er líka best vegna þess að hún þjónar þeim tilgangi að minna okkur á nokkur lykilatriði:
1.    Þessi skilgreining gerir það alveg ljóst að vörumerki er mjög frábrugðið vöru eða þjónustu.
2.    Þessi skilgreining auðveldar okkur að skilja hugmyndina um vörumerkjatryggð og tryggðarstigann. Mismunandi fólk skynjar vöru eða þjónustu á mismunandi hátt, sem setur það á mismunandi staði í tryggðarstiganum.
3.    Þessi skilgreining gerir það ljóst hvernig byggja á upp vörumerki. Vörumerki er ekki aðeins byggt með árangursríkum samskiptum eða aðlaðandi merkjum (logo). Vörumerki byggist upp af þeirri samanlögðu upplifun sem það býður. .
Lausleg þýðing á grein undir heitinu Marketing Definitions – Brand
á vefsíðunni www.buildingbrands.com

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Skrá inn